Krakkasmiðjur fyrir félagslega einangruð börn 9 - 12 ára

Krakkasmiðjur fyrir félagslega einangruð börn 9 - 12 ára

Til margra ára hafa verið reknar Unglingasmiðjurnar Tröð og Stígur hjá Reykjavíkurborg. Unglingasmiðjurnar hafa reynst mörgum unglingum sem vin í eyðimörk og hjálpað þeim að bæta félagslega stöðu sína og byggja upp sjálfstraust. Þörf er á sambærilegum Krakkasmiðjum fyrir yngri börn 9 - 12 ára til að grípa þau börn sem annars líða fyrir félagslega einangrun ár eftir ár vegna geðraskana og/eða tilfinninga- og félagslegra erfiðleika. Mögulega er hægt að nýta sömu aðstöðu og Unglingasmiðjurnar.

Points

Þau úrræði sem bjóðast börnum sem glíma við félagslega erfiðleika eru mjög veik, ss. liðveisla eða persónulegur ráðgjafi. Oft finnst ekki fólk til þessara starfa. Þörf er á varanlegra úrræði þar sem starfar fagfólk líkt og í Unglingasmiðjunum. Félagsleg einangrun hefur sterkt forspárgildi fyrir geðræn vandamál, þunglyndi, kvíða, áhættuhegðun unglingsára, slakri frammistöðu í skóla, brottfalli úr skóla, neyslu fíkniefna, sjálfsvígshugsanir og tilraunir.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information