Meira vettvangsnám

Meira vettvangsnám

Auka þarf hlutfall vettvangsnáms í kennaranámi og greiða kennurum vel fyrir að taka nema. Þetta eykur starfsgleði kennara og bætir kennslu. Námið er of fjarri vettvangnum, sem torveldar nýútskrifuðum kennurum inngönguna í krefjandi starf. Reyndir kennarar taka ekki nema þótt þá langi til þess vegna skorts á tíma og launum.

Points

Að vera kennari er eitt af mikilvægustu störfum samfélagsins. Til að verða góður kennari þarf reynslu af vettvangi og allra best ef hún er til að byrja með undir leiðsögn reynds kennara. Vettvangsnám er allt of lítill hluti af námi kennara. Gefum í, umbunum starfandi kennurum duglega fyrir að taka nema, og allir græða. Skólinn fyllist af ungum eldhugum sem fá að prófa og kanna, kennarar sem fyrir eru gefa af sér og frétta hvað er nýjasta nýtt í umræðunni , nemendurnir fá fleiri kennara. Win-win!

Hvernig væri að bjóða bestu framhaldsskólanemunum til þess að fara í launað 2ja vikna vettvangsnám í skólana áður en þeir velja sér leið í háskólanum... Það væri leið til þess að vekja athygli á starfinu og hvetja fleiri topp-nemendur til þess að íhuga kennarastarfið.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information