Takmörkun kyrrsetu í Grunnskólum Reykjavíkur

Takmörkun kyrrsetu í Grunnskólum Reykjavíkur

Skólayfirvöld í Rvk taki frumkvæði að takmörkun samfelldrar kyrrsetu barna á grunnskólaaldri. Framkvæmt með skipulögðu uppbroti í formi þeirra verkfæra sem skólastjórnendur hafa nú þegar í sinni verkfærakistu. Þar má meðal annars nefna leikfimi, sund, útikennslu, útivist, hreyfinám og einnig mætti tvinna skipulagt íþróttastarf inn í skóladaginn. Skóladagurinn myndi lengjast við það og þannig minnkar þörf á frístund og gæðatími sem foreldrar og börn eiga saman seinnipart dags og á kvöldin eykst.

Points

Ég veit um skólastofur sem eru vísvitandi ekki með stóla fyrir alla nemendur...

Hvetjum líka til að nota virka samgöngumáta. Góð hjólastæði eru sett upp víða, en stutt kennsla í að hjóla vantar. Til dæmis hjóla og gá aftur fyrir sér. Þá er furðulegt hversu mikið kennsluefni er bílmiðað sem mætti fjalla um göngu og hjólreiðar sem eðilegan valkost. Skólar mættu koma sér upp nokkur stillanleg reiðhjól fyrir þá sem ekki hafda efni á, eða ef hjólið er í viðgerð. Allt þetta rímar vel við _ heilsueflandi skóla _.

Þetta er mjög gott, og ég væri einnig til í að sjá boðið uppá standandi vinnustöðvar í kennslustofum. Við það að sitja lengi í einu þá töpum þeim hreyfanleika sem við fæðumst með og það getur leitt til stoðkerfisvandamála í framtíðinni. http://standupkids.org/our-story/

Hegðun skýrir hátt í 50% allra dauðsfalla samkvæmt bandarískum rannsóknum og er kyrrsetuhegðun þar stór hluti. Kyrrsetuhegðun, sem byrjar að þróast í fyrstu bekkjum grunnskóla, myndar grunn fyrir slíka hegðun á fullorðinsárum og eykur þannig líkur á lífstílssjúkdómum. Með því að vinna gegn þróun kyrrsetuhegðunar hjá grunnskólabörnum er lagður grunnur að betri heilsu á fullorðinsárum. Inngrip á grunnskólaaldri ná til allra hópa samfélagsins sökum skólaskyldu og því skynsamlegur staður að byrja á.

Sammála, þetta er gríðarlega mikilvægt lýðheilsumál. Allir betri vinnustaðir landsins vinna núna markvisst að því að minnka kyrrsetu starfsmanna sinna með fjölbreyttum úrræðum. Skólinn má ekki vera sá staður þar sem við kennum börnunum slíka hegðun. Þá skiptir máli að skólar og skólastofur séu hannaðar þannig að þær hvetji ekki til kyrrsetu. Einnig er mikilvægt að eldri skólabyggingar séu teknar í gegn og námsumhverfi nemenda sé breytt með það að markmiði að lágmarka kyrrsetu nemenda á öllum námsstigum

Heilbrigðari börn verða heilbrigðari fullorðnir einstaklingar. "lengi býr að fyrstu gerð" Börn eru alltof mikið kjurr meirihlutan af deginum þegar orkan er mest. Þetta er snilld.

Mjög mikilvægt að kyrrsetuhegðun sé ekki eðlilegt ástand í skólum. Mennirnir þróuðust frá öpum og eru hannaðir til að hreyfa sig ekki til að sitja.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information