Jöfnuður og jafnræði í skóla- og frístundastarfi

Jöfnuður og jafnræði í skóla- og frístundastarfi

Íslenskt menntakerfi getur státað af miklum jöfnuði í skólakerfinu. Það eru gæði sem standa þarf vörð um. Jafnrétti og jafnræði til náms felur í sér að hver og einn fái notið hæfileika sinna og námsgetu óháð fjárhagslegum og félagslegum aðstæðum. Við erum auðugt samfélag og við höfum efni á skóla- og frístundastarfi þar sem fagstarfið tekur mið af því að jafna aðstöðumun nemenda til náms og þroska, óháð uppruna, búsetu , efnahag og félagslegri stöðu.

Points

Til að tryggja jöfnuð og jafnræði þarf að einstaklingsmiða námið, taka mið af styrkleikum og aðlaga viðfangsefni, námsaðferðir og námsaðstoð að hverjum og einum. Jafna þarf aðstöðumun í skólahúsnæði, tækjabúnaði, iaðstöðu, valgreinum og fl. Sérstaklega er mikilvægt að huga að þeim nemendum sem fyrirséð er að standa muni höllum fæti njóti þeir ekki stuðnings í skóla- og frístundastarfinu, s.s. börnum af erlendum uppruna börn með fötlun, börn sem eru sein til lesturs, börn sem eru veik félagslega

Hvernig viltu gera þetta Sigrún? Á frístundastarf að vera samræmt og ókeypis?

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information