Vísindaleg aðferð og gagnrýnin hugsun

Vísindaleg aðferð og gagnrýnin hugsun

Flókinn nútímaheimur og mikið flæði upplýsinga gerir að verkum að það verður æ mikilvægara að fólk temji sér vísindalega og gagnrýna hugsun. Hvernig á að afla traustra gagna? Hvaða upplýsingar á maður að taka trúanlegar? Kenna ætti grundvallaratriði í vísindalegri aðferðafræði og gagnrýnni hugsun í grunnskólum landsins, auk þess sem mennta þyrfti kennara til að þeir geti tekist á við slíka kennslu.

Points

Fólk hefur almennt séð lítinn grunn í vísindalegri aðferðafræði og gagnrýnni hugsun, sem gerir að verkum að fólk verður skeptískt á fyrirbæri eins og gagnsemi bólusetninga og hnattræna hlýnun af mannavöldum þrátt fyrir að gögn styðji almennt séð hvort tveggja. Á tímum sannlíkis (alternative facts) og gervifrétta (fake news) hefur aldrei verið eins mikilvægt að fólk geti vegið og metið hvað er satt og rétt.

Fátt er mikilvægara í námi en að ná góðum tökum á þessu. Þetta er grunnurinn að því að taka sem bestar ákvarðanir í öllum mögulegum málum í framtíðinni og styrkur hér nær langt út fyrir hinn akademíska ramma.

Sammála. Nauðsynlegur hluti af grunnmenntun allra.

Þetta er einhver besta hugmynd sem ég hef heyrt í langan tíma. Ef fólk hefur lágmarksgetu til þess að draga ályktanir af fyrirliggjandi gögnum munu mörg þrætueplin hverfa eins og dögg fyrir sólu. Fólk þarf ekki að rífast um Darvinisma versus sköpunarsöguna eða hvort flutningur Reykjavíkurflugvallar muni drepa fólk. Afar lítill áhugi og þekking er hins vegar á mikilvægi vísindastarfs hjá stjórnvöldum og kannski ágætt að byrja á því að mennta stjórnmálamenn framtíðarinnar...

Vinn við tölfræðilega greiningu (analytics) og gæti því vart verið meira sammála. Öflug greiningartól (t.d. Microsoft Power BI) eru ókeypis (með takmörkunum) og geta sogað upp gögn til greiningar eftir fjölbreyttum leiðum (t.d. vefsíðum). Gagnafæði vex með veldisvexti og mikilvægt að kenna komandi kynslóðum að rýna þau og sjá samhengi þeirra.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information