Finnska leiðin

Finnska leiðin

Nýta það sem vel hefur gengið hjá frændum okkar finnum, sem andstætt okkur settu mikið fé í menntakerfið eftir efnahagskreppuna.Okkur vantar kerfisbundna HEILDRÆNA hugsun sem breytist ekki eftir hvert kjörtímabil. Við eigum að passa yngstu nemendurna, tengja námið meira leik (börn læra jú í gegnum leikinn) Brjóta kennslu meira upp með leik, hvíld, samvinnu. Stórauka verkmennt í grunnskóla, skv. skýrslu OECD stór jók það iðn og tæknimenntun á framhalds og háskólastigi.

Points

Fyrstu rökin eru að í tæp 40 ár hefur uþb 40% brottfall nemenda úr framhaldsskóla. EF það væri meira verk og tækninám í grunnskólanum eru miklar líkur á að sú tala myndi minnka. Bóknám er ekki fyrir alla. Önnur rök eru að skv. Pisa er mikil breyting á stöðu íslenskra nemenda til hins verra meðan Finnland er með mun betri útkomu en hin Norðurlöndin. Námsárangur við lok grunnskóla hérlendis er lakur og fer versnandi. (heimildir. skýrsla viðsktiparáðs íslands og Pisa 2016.)

Finnska leiðin leggur áherslu á leik, styttri kennslustundir og lengri frímínútur með hreyfingu. Hreyfing bætir stórlega námsárangur og að setja börn of snemma í Akademískt nám eru mistök. Standford háskóli gerði rannsókn á öllum dönskum skólabörnum og mikill munur var á börnum sem voru lengur í leikskóla, miklu minna um greiningar, hegðunarvandamál og var námsárangur betri. Þessi munur var enn til staðar er börnin voru 11 ára. Verðum að sníða skólakerfið að þroska barna.

Það eru fjölmörg rök fyrir því að við ættum að hlusta á Finna þegar kemur að menntunarmálum. Pasi Sahlberg hefur haldið fyrirlestra um allan heim um málið, m.a. hér á landi fyrr á árinu. Hér eru myndbönd og viðtöl þar sem Pesi útskýrir málið betur en ég gæti í löngum texta: https://pasisahlberg.com/media/video/

Mikið traust til kennara, virðing fyrir starfinu, aðeins besta fólkið kemst í námið, lært í gegnum leik, langar frímínútur, jöfn tækifæri.

Það er sérstök þörf fyrir að nýttar séu fljölbreyttar kennsluaðferðir sem henta mismunandi námsstílum. Umræðan um námserfiðleika sem tengjast t.d. AD/ADHD/HD, lesblindu og talnablindu, mætti færa úr vandamálabúning yfir í áherslu á mismunandi námsstíla og viðeigandi vibrögð í kennsluháttum við því. Styttri lotur, praktískar æfingar, tengingar við áhugamál og tengingar við fyrirtæki mætti efla. Að sjálfsögðu þarf að auka mannafla í kringum slíka vinnu og styðja við vinnu þeirra sem miðla námi.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information