Samþætta ýmsar aðferðir inn í skyldufög

Samþætta ýmsar aðferðir inn í skyldufög

Kennsluaðferðir eru enn frekar gamaldags og einblínt um of á að kenna hvert fag sem sér einingu. Með því að nota blanda fögum saman og nota aðferðafræði t.d. verkefnastórnunar, teymisvinnu og tjáningu má sýna nemendum hvernig þverfagleg vinna skapar nýja sýn á hlutina.

Points

Í stað þess að halda í gamaldags kennsluaðferðir í hverju skyldufagi má beita ýmsum aðferðum til að ná frekari árangri. Má þar nefna til dæmis verkefnastjórnun, teymisvinnu, nýting á tækjum og tækni, tjáningu, hvort heldur er í ræðupúlti eða með listrænni tjáningu, og síðast en ekki síst þurfa nemendur að geta nýtt tækni nútímans til að sækja meiri þekkingu. Með því að flétta þessum aðferðum inn í hefðbundna kennslu verða nemendur betur í stakk búnir til að takast á við þróun nútíma samfélags.

Gott mál að blanda fögum saman en muna verður að skjáir eiga alls ekki heima í kennslu yngri bekkja nema í hófi. Rafrænir skjáir hafa allt önnur áhrif á heila barna en vitað var, nú er að koma í ljós að fara verður mjög varlega í að nota skjátæknina. Snjalltæki eru ávanabindani og er fíkn í skjái að vera mikið vandamál hjá börnum/unglingum skv. BUGL. Börn kunna á skjátæki, nota þau heima. Þau tæki sem notuð eru í dag enda úrelt eftir 20 ár þegar þau koma út á vinnumarkaðinn.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information