Sjálfbærni

Sjálfbærni

Sjálfbærni snýst um samspil umhverfis, efnahags, samfélags og velferðar. Sjálfbærni felur í sér virðingu og ábyrgð fyrir umhverfi sínu, heilbrigði, lýðræðisleg vinnubrögð og réttlæti, ekki bara í nútíma heldur einnig gagnvart komandi kynslóðum. Undir sjálfbærni fellur m.a. umhverfisvitund, hófsemi, endurvinnsla, matarsóun, útinám og náttúruvísindi.

Points

Sjálfbærni þarf ekki endilega að fara saman við heilbrigði (mjög hollur matur getur t.d. haft mjög stórt vistspor) og enn síður lýðræði (lýðræðislegur meirihluti hefur t.d. engan rétt til að afneita hlýnun jarðar).

Sjálfbærni snýst um að taka ábyrg á þeim afleiðingum sem ákvarðanir okkar, athafnir og athafnaleysi hafa á umhverfi, samfélag og efnahag. Til að geta tekið þessa ábyrgð, þurfa börn að fá tækifæri að skoða og skilja hvernig þeirra eigin hegðun og ákvarðanir skipta máli og getur skólaumhverfið skapað hlutlausan vettvang fyrir börn og ungmenni til að skoða þetta og upplifa. Þannig skapast dýrmæt reynsla sem hjálpa þeim að skilja stóru myndina og taka þátt í samtalinu í víðu samhengi.

Varla hægt að ímynda sér mikilvægara málefni fyrir unga fólkið sem erfir jörðina.

Af því að án vistkerfis er ekkert líf og ekkert líf leiðir til þess að öll hin menntunin verður ekki svo það er tilgangslaust að kjósa um eitthvað annað ef fólk er ekki meðvitað um þetta.

Sjálfbærni er forsenda framtíðarsögu mannsins

"Grænfáninn er umhverfisviðurkenning sem nýtur virðingar víða í Evrópu sem tákn um árangursríka fræðslu og umhverfisstefnu í skólum. Skrefin sjö eru ákveðin verkefni sem efla vitund nemenda, kennara og annarra starfsmanna skólans um umhverfismál." (graenfaninn.landvernd.is) - Þetta á ekki bara að vera í höndum frjálsra félagasamtaka og ekki bara í sumum skólum. Þetta á að vera inni í Menntastefnu borgarinnar! Skyldufræðsla, skyldunám. Fyrir framtíð barnanna okkar.

Varðandi þátt sjálbærrar þróunar í menntastefnu þarf að skerpa á skilningi þeirra sem orða hlutina. Það er t.d. ótækt að í yfirskriftinni í þessum kafla skuli sagt að "matarsóun" falli undir sjálfbærni! Sjálfbær þróun er hugmyndafræði, sem kemur til með að skipta sköpum um framtíð mannkyns og byggir á hegðun sem er jákvæð fyrir náttúru og lífríki í öllum samfélögum jarðar. Eitt grundvallaratriði sjálfbærrar þróunar er "jöfnun lífsgæða" sem gjarnan mætti bæta við í yfirskriftina.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information