Sjálfsefling

Sjálfsefling

Sjálfsefling felur í sér að hafa trú á sjálfum sér og geta eflt eigin getu. Undir sjálfseflingu fellur m.a. sjálfstæði, skýr sjálfsmynd og sjálfsagi, hæfni til að tjá sig frammi fyrir öðrum, að þekkja sínar sterku og veiku hliðar, að byggja á styrkleikum sínum og áhuga, tilfinningagreind, að setja sér markmið, siðferðislegar dyggðir, góðvild, réttlætiskennd, hluttekning, þakklæti, virðing og gagnrýnin hugsun.

Points

Þegar ég var í grunnskóla var okkur kennt að halda málfundi í bekknum. Þá var einn valinn fundarstjóri, annar ritari o.sv.frv. Svo máttum við biðja um orðið, koma upp að kennaraborðinu og útskýra okkar mál með rökum. Umræðuefnið gat verið hvað sem er. Niðurstaðan úr þessu var að við öll fengum þjálfun í að tala fyrir framan aðra, að koma fram, að tala hátt og skýrt, að vera ekki feimin, að standa við sín rök og vera fylgin sér, að þora og að hlusta á aðra. Það þarf að ala upp framtíðarleiðtoga!

Einstaklingar með sterkt sjálfstraust og góða líðan skila góðum einstakilingum síðar út í samfélagið, sem er grunnur fyrir gott samfélag

Sjálfseflingu og félagsfærni verður að rækta saman og byrja í leikskóla.

Gagnrýnin hugsun er eitt af því mikilgæasta sem einstaklingar í nútímasamfélagi þurfa að tileikna sér. Með gagnrýninni hugsun er tekin sjálfstæð afstaða til ýmissa mála og greint á milli þess sem er satt og rétt, gott og fagurt og er ekki vanþörf á í samfélagi þar sem falskar fréttir og sköpun þeirra er að verða að sjálfstæðri atvinnugrein. Það er ekki nóg að finna upplýsingar með því að gúgla það þarf að leggja mat á það sem fram kemur með gúglinu og það getur verið nokkuð snúið.

Mikilvægt að læra að standa mér sjálfum sér og hafa trú á sínum styrkleika og áhuga. Sjálfsefling ýtir undir að einstaklingm geti liðið vel með það að vera þeir sjálfir þó þeir passi ekki endilega inn í það sem samfélagið hefur hingað til samþykkt. Út fyrir kassann, leyfum öllum að blómstra.

Án þeirrar hæfni sem hér um ræðir er hætt við að nemendur upplifi ekki þá ánægju og þann áhuga sem nauðsynlegt er að hafa til að nám eigi sér stað. Mjög mikilvægt og ætti að vera efst á blaði.

Menntakerfið er þar sem við lærum í fyrsta skipti á kerfisbundinn hátt að hlýða yfirvaldi, "or else". Samfélag sem lætur sig varða um þarfir hvers og eins myndi virða sjálfsákvörðunarrétt einstaklingsins. Menntun getur gert lífið okkar yndislegra á svo margan hátt, og hún er líklegri til þess ef við fáum að ákveða sjálf hvort við viljum læra, og þá hvað, hvernig og hvenær. Best væri að byrja á því að afnema skólaskyldu.

Sjálfsefling er lífsnauðsyn fyrir hvern einstakling. Við vitum ekki mikið um geimskip jörð og vitum lítið um það hvað við getum gert til að hafa áhrif á ferðalagið. Þessvegna er lífsnauðsyn að efla sjálfsþekkingu, vera óhrædd við að reyna, mistakast og reyna aftur. Sjálfseflin gefur þér kraft.

Trú á eigin getu er lykill að velgengni og stuðlar að aukinni getu, það sýna fjöldi rannsókna.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information